Stjórnleysi og vanhæfi í Byr

Stjórnleysi virðist ríkja í Byr sparisjóði miðað við fréttir að undanförnu og heyrir maður mikla reiði hjá stofnfjáreigendum í garð stjórnenda sparisjóðsins. Sumir stofnfjáreigendur eru skuldsettir vegna stofnfjáraukningar í árslok 2007 og gætu orðið gjaldþrota ef allt fer á versta veg. Í Kastljósþætti í gær kom fram að það voru ekki einungis starfsmenn sem sluppu úr snörunni þegar MP Banki gerði veðkall í stofnfjárbréf þeirra heldur áttu einnig stjórnarmenn hlut að máli. Á sama tíma hafði verið lokað fyrir almenn stofnfjárviðskipti á markaði hjá MP í tvo mánuði. Þessi atburðarrás hlýtur að vekja upp spurningar hvort stjórnendur og stjórnarmenn í Byr séu einfaldlega hæfir til að gegna störfum sínum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þar segir m.a.:

52. gr. Hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis skulu vera lögráða. Þeir mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, [samkeppnislögum],1) þessum lögum, eða löggjöf um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða þeim sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
Til viðbótar framangreindum skilyrðum skulu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt. Þeir mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið [sic].

Stjórnarformaður Byrs til margra ára, Jón Þorsteinn Jónsson, hrökklaðist frá Borgartúninu fyrir fáeinum vikum. Hann virðist hafa komið við sögu í þessum gjörningi á milli Byrs, MP Banka og Exeter í október í fyrra. Sömu sögu er að segja af Birgi Ómari Haraldssyni, núverandi stjórnarmanni í Byr. Þá flutti Sundarinn Jón Kristjánsson, núverandi stjórnarformaður, stofnfjárbréf yfir í eignarhaldsfélag um þetta leyti.

Margt annað einkennilegt virðist hafa átt sér stað innan veggja Byrs, þar á meðal gríðarlegar afskriftir útlána sem tengdust aðilum tengdum stærstu stofnfjáreigendum sparisjóðsins. Virðisrýrnun útlána nam um 24 milljörðum króna á síðasta ári sem var meginskýringin fyrir gríðarlegu tapi á síðasta ári.  Það hefur borist til minna eyrna að sum af þeim lánum, sem hafa verið afskrifuð, hafi aldrei verið lögð fyrir lánanefnd sparisjóðsins. Rannsókn FME hlýtur einnig að beinast að þessum þætti.


mbl.is Funda um stjórnun Byrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Fjárhagsleg heilsa" ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Kærar þakkir fyrir þetta innlegg.  Allur fjármálageirinn er rekinn af óábyrgum stjórnendum sem setja sjálfa sig fyrst, svo fyrirtækið, og síðast viðskiptavini.  Seðlabankinn er engu betri.  Var að spjalla við þá áðan varðandi að þeir þurfa að taka sig saman í andlitinu varðandi gagnamiðlun og var nánast tekinn af lífi fyrir að trufla þá.  Fékk svo póst frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra vefs SÍ: "Sæll - sendu mér eitthvað ef þú hefur eitthvað fram að færa."

Ég held ég sleppi því bara.  Það þarf að henda út þremur efstu lögum SÍ alveg eins og í ný-gömlu bönkunum.  Viljum við virkilega endurreisa þennan ófögnuð?

Snorri Hrafn Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur

Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband