Aðför að blaðamönnum

Ég held að Fjármálaeftirlitið sé komið út á ansi hálan ís með þessum leik og lýsir þetta algjöru þekkingarleysi á störfum fjölmiðla. Stofnunin ætti frekar að einbeita sér að þeim bankamönnum sem eru að leka út þessum gögnum svo þau verði opinber. Hverjir hafa til dæmis fullan aðgang að lánabókum bankanna?

Massíft er verið að leka út upplýsingum, sem tengjast bankahruninu, úr bönkum og opinberum stofnunum, s.s. ráðuneytum, þessa dagana. Og það er svo sem ekkert nýtt þótt vafalaust sé meira um það nú en áður. Sumt af því sem lekur út varðar almannahag eins og þessar birtingar Morgunblaðsins sanna, annað ekki. Af hverju finnst FME ástæða til að grípa til aðgerða nú?

Það er með ólíkindum að FME skuli ætla sér í slag við blaðamenn, sem eru að vinna vinnuna sína með birtingu mikilsverðra upplýsinga, og hlýtur að flokkast sem aðför að blaðamannastéttinni. Enda trúi ég ekki öðru en að tjáningarfrelsið og almannahagsmunir vegi þyngra en þessi lagabókstafur.


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Hjartanlega sammála hverju orði hér að ofan.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.4.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: ThoR-E

FME ætti kannski líka að einbeita sér að þeim sem skömmtuðu sér fé .. og keyptu sér snekkjur ... sportbíla og einbýlishús .. allt á kostnað almennings.

Nei.. kæra frekar blaðamennina sem eru að reyna að koma upp um spillinguna og þjófnaðinn.

Já.. þetta er skrítið land sem við búum í ... :/

ThoR-E, 2.4.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir voru snarir í snúningum leystu málið á einum sólarhring og fundu "bófana" samstundis. Greinilegt að þeir ráða ekki við önnur verkefni.

Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála...þetta er ekki FME til framdráttar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta eru hláleg viðbrögð, loksins þegar stofnunin rumskar. Raunar er þetta þyngra en tárum taki, eftir allt sem fólk hefur horft upp á, að þeir sem benda á ósómann skuli vera skotmark eftirlitsins.

Flosi Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 21:19

6 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Algjörlega sammála..Sannleikanum er hver sárreiðastur, þeir hafa kannski óhreint mjól í pokahorninu einhverjir starfsmenn FME það allavega koma ekki margar fréttir úr þeim bænum.

Gísli Már Marinósson, 2.4.2009 kl. 22:02

7 identicon

Þetta lýsir bara vanhæfni FME. Þetta er það eina sem þeir ráða við.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband