Arður dregst saman á milli ára

 

Ég vildi ekki vera eigandi í HB Granda. Staðreyndin er sú að 8% arðgreiðsla í því vaxtaumhverfi sem við búum við er algjörlega óásættanleg ávöxtun. Hluthafar í HB Granda geta kannski prísað sig sæla með að hlutabréfin þeirra séu einhvers virði. Það er meira en sagt verður um hlutabréfaeigendur í bönkum og fjárfestingarfélögum.

Staðreyndin er sú að samkvæmt tillögu stjórnar lækkar arðgreiðsla á milli ára um þriðjung, úr 12% í 8%, þrátt fyrir að hagnaður aukist á milli ára. Ég bara get ekki skilið þessi sjónarmið verkalýðsforkólfsins.


mbl.is Arðgreiðsla móðgun við fiskvinnslufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Gætu ekki uppgjör á framvirkum gjaldmiðlasamningum, sem færð voru til skuldar á ársreikningi, haft eitthvað með þetta að gera?  Vilja væntanlega taka frá eitthvað cash fyrir það.  Svo á aðalfundur líka enn eftir að samþykkja þetta.

Emmcee, 12.3.2009 kl. 22:46

2 identicon

Aðalfundur hlýtur að samþykkja þetta, enda stærstu hluthafar allsráðandi.

Eggert (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Emmcee

Jú, mikið rétt.  Man ekki til þess að aðalfundur skráðs hlutafélags hafi einhvern tímann hafnað tillögum stjórnar.  Eins og þú segir, þá skipa stærstu hluthafarnir sína fulltrúa í stjórn.  Maður er samt einhvern veginn viðbúinn öllu eftir allt sem á hefur gengið undanfarið.

Emmcee, 13.3.2009 kl. 00:41

4 identicon

Ekki myndi ég vilja vinna hjá HB Granda.  Þar er verkafólk nauðbeygt til að taka á sig kjaraskerðingu því fyrirtækið er svo illa statt að það getur ekki borgað skitnar 13.500 krónur í launahækkun en getur svo greitt út arð. Blessað fólkið í hluthafahópnum á auðvitað ekki að taka á sig neina fjárhagslega skerðingu í kreppunni, pupullinn gerir það fyrir þá með bros á vör og kalda, sprungna fingur.

Þetta er nú skólabókardæmi um ARÐRÁN.

Gústa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband