24.2.2009 | 18:18
Verslun er óarðbær
Það er kunnara en frá þurfi að segja að verslun á Íslandi hefur verið allt of óhagkvæm og ein óarðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Ein ástæðan er sú að þrátt fyrir Haga, Kaupás og fleiri hákarla hefur verið auðvelt að hefja verslunarrekstur, enda er startkostnaður oft lítil en samkeppnin oft hörð. Ég er því ekki endilega sammála um að fákeppni þurfi að vera svo slæm. Stærri einingar ættu að vera hagkvæmari en þær smærri og leiða til lægra vöruverðs neytendum til hagsbóta. Stóru keðjurnar hafa hins vegar einblínt á ytri vöxt í góðærinu svokallaða í stað þess að styrkja innri vöxt. Hinn gríðarlegi vöxtur stórra verslanakeðja á undangengnum árum hlýtur að taka í og leiða til enn frekari samdráttar í verslun og innflutningi.
Einnig má benda á að fjárfesting í verslunarhúsnæði á Íslandi hefur verið út úr öllu korti og þar bera stóru verslanakeðjurnarnar mikla ábyrð auk fasteignafélaga sem oft eru í eigu sömu aðila. Þegar ég starfaði á Markaðnum skrifaði ég eitt sinn frétt um að í byggingu væru átta Smáralindir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, eða um 250 þúsund fermetrar. Sú tala hækkaði örugglega og nú sitjum við uppi með tóm eða vannýtt verslunarrými út um allt suðvesturhornið.
En hvað er maður svo sem að tauta og raula? Er sjálfur að opna verslun í vikunni!
Óeðlileg samkeppni í verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll meistari!
Ég er sammála þér um að fákeppni þarf ekki að vera slæm, að því gefnu að innan fákeppninnar sé samkeppni. Höfum svo í huga að samkvæmt skilgreiningu hagfræðinnar er öll keppni á markaði fákeppni þar sem fullkomin samkeppni er ekki til í raunveruleikanum.
Ég er einnig sammála því að of mikið hefur verið lagt upp úr ytri vexti.
Guðmundur Sverrir Þór, 24.2.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.