22.2.2009 | 21:48
Prófkjör kalla á baráttu
Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftar en ekki efnt til prófkjöra til þess að raða sínum listum upp. Þetta er lýðræðisleg leið þar sem almenningur og/eða flokksbundnir sjálfstæðismenn fá því ráðið hverjir leiða flokkinn. Það að fara þá leið hlýtur eðillega að kalla á baráttu þegar fleiri en einn sækjast eftir ákveðnu sæti og því getur það varla verið óeðlilegt að maður eins og Guðlaugur Þór leggi eitthvað á sig til að velta gömlum hundum úr sessi.
Fróðir menn segja mér að kosningavél Guðlaugs Þórs sé ein sú harðasta sem litið hefur dagsins ljós á Fróni.
Ekki erfiðasta prófkjörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu frá þér að tala svona drengur - þú lýsir heilbrigðum eðlilegum aðferðum við að raða saman listu. Þú lýsir vinnubrögðum frelsis og gagnsæis. Vinnubrögðum heilbrigðrar skynsemi.
Það má ekki tala svona um Sjálfstæðisflokkinn. Bloggarar ( flestir ) vilja bara róg - níð og ósannindi um Sjálfstæðisflokkin.
Skammastu þín bara fyrir að segja satt.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.