14.2.2009 | 21:31
Thames tekur á sig Reykjavíkurmynd
Þeir kumpánar, Gordon Brown og Alistair Darling, sem bera varla minni ábyrgð á óförum okkar Íslendinga en einstakir útrásarvíkingar, hamast við að hafna því að Lundúnir séu Reykjavík við Thamesfljót. Þrátt fyrir froðusnakkið sígur á ógæfuhliðina og stefnir allt í að breska ríkið verði nú að þjóðnýta Lloyds eftir að staðan á HBOS reyndist miklu verri en reiknað hafði verið með. Og ég sé ekki annað í stöðunni en að stóru bresku bankarnir falli að öllu leyti í skaut ríkisins. Hlutabréfin eru orðin pennýstokkar.
Markaðsverðmæti Royal Bank of Scotland hefur fallið um rúman helming frá áramótum, Barclays er niður um þriðung og Lloyds, sem hrundi um þriðjung bara á föstudaginn, hefur lækkað um 52% á árinu.
Brown og Darling bera líka mikla ábyrgð á stjórnlausum vexti bresku bankanna. Það eru ekki einungis íslenskir skattgreiðendur sem hugsa þeim þegjandi þörfina.
Umbætur á fjármálakerfi brýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.