Baugur tekur fleiri með sér

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir sparisjóðina og væntanlega tekur Byr á sig mesta höggið. Jafnframt hefur verið nefnt að Sparisjóðabankinn (Icebank) og VBS fjárfestingarbanki eigi töluvert af óveðtryggðum kröfum á hendur Baugi. Maður spyr sig líka hvernig Landic og Fons ætli að komast í gegnum fall Baugs?

 Allt stefnir í að gjaldþrot bíði Baugs. Það væri mikil synd því Baugur var öflugasta fyrirtæki útrásarinnar og sennilega hafði enginn Íslendingur fyrir efnahagshrunið kynnt Ísland jafnvel á alþjóðavettvangi og Jón Ásgeir nema ef vera skyldi Björk. Baugsmenn gátu hins vegar aldrei stoppað og gerðu afdrifarík mistök með stórsókn inn í fjármálageirann í stað þess að einbeita sér að verslunargeiranum. Þegar eignabólan toppaði árið 2007 sótti Baugur fast fram á við í fjármálageiranum með því að styrkja stöðu sína í Glitni og FL Group. Síðarnefnda félagið fór svo í yfirtöku á TM á allt of háu verði.

Ég gróf upp frétt á vb.is þar sem vitnað var í frétt Dow Jones sem tók viðtal við mig í fyrra þegar Stoðir (FL Group) fóru í greiðslustöðvun eftir þjóðnýtingu Glitnis. Þar fór ég stuttlega yfir stöðuna og ræddi þær leiðir sem Baugur yrði að gera til að bregðast við falli FL Group. Greinin vakti sannast sagna litla kátínu í herbúðum Baugs.


mbl.is Þrot Baugs yrði þungt högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OG HVAÐ ???

 Það á miskunarlaust að láta þetta fara á hausinn, menn verða að fara taka ábyrgð á sínum fjárfestingum. 

Ég veit fullvel að við lýðurinn þurfum að borga þetta á endanum, og auðvitað er það fáránleg en hinn kosturinn er GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT.

Einar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband