Ábending til umboðsmanns barna

Á Íslandi ríkir stórkostleg mismunun á neytendavörum þegar horft er til skattlagningar. Við hjónin eigum Adams Kids Smáralind. Barnaföt bera 24,5% vsk.. Nálægt mér selur Eymundsson barnabækur á 7% vsk. og aðeins lengra selur BT geisladiska og myndefni fyrir börn með 7% vsk. Er þetta eðilleg mismunun? Væri ekki eðilegra að setja allar vörur í sama þrep?

Það kann vissulega að skjóta skökku við að hagsmunaaðili eins ég skuli benda á þetta. Ég er alltént tveggja barna faðir og veit hvað það kostar að klæða og fæða "skuldaungdóminn".

Mig rekur minni til þess að Páll Magnússon, sem eigi hlaut brautargengi í formann Framsóknarflokkinn, hafi fyrir alþingiskosningar árið 2003 minnst á lækkun vsk. á barnafatnaði. Lítið hefur heyrst síðan í öðrum pólitíkusum.

Annars er ótrúlegt að stjórnvöld skuli halda því fram að Ísland sé barnvænt samfélag. Bæði barnaföt og leikföng bera há aðflutningsgjöld, að vaskinum viðbættum. Það er skrýtið að í yngsta þjóðfélagi Vesturlanda skuli lítið vera rætt um þessi mál. Ekkert heyrist í vinstri flokkunum - enda bjóst ég svo sem ekki við því. Og hvar er blessaður umboðsmaður barna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband