Fleiri skoða stofnun banka

Það er ekki bara hérlendis sem menn hafa verið að velta því fyrir sér að stofna nýjan banka til að bregðast við aðgerðarleysi bankakerfisins. Í Cambridge í Bretlandi skoðar hópur athafnamanna og frumkvöðla stofnun banka. "Við erum búnir að fá okkur fullsadda á því hvernig bankarnir eru starfræktir. Þeir bjóða fólki nánast ekkert fyrir innlán en rukka svo lítil fyrirtæki um 15 prósent fyrir lánalínur. Þetta er í grunvallaratriðum fáranlegt," segir Dr David Cleevely, talsmaður hópsins, í samtali við Independent. Hugmyndin er ekki einungis sprottin af samfélagslegri nauðsyn. Hann telur jafnframt að aðstæður séu kjörnar fyrir að stofna banka vegna þess mismunar sem er á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum.

Hérlendis er ástandið orðið ömurlegt. Bankarnir þora varla að lána út krónu nema á 30% vöxtum og vilja tryggingar út fyrir líf og dauða. Góðar viðskiptahugmyndir, sniðnar að breyttu ástandi, eru kveðnar í kútinn. M.a.s. í kreppu sem þessari fæðast athyglisverðar hugmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband