Hver á Flögu?

Flögu hefur verið bjargað frá gjaldþroti eftir að Flaga Holdings breytti skuldum yfir í hlutafé. Flaga Holdings ku vera stærsti lánardrottinn félagsins og ætlar sér jafnframt að eignast svefnrannsóknarfyrirtækið að öllu leyti með því að leysa til sín bréf annarra hluthafa. En hver er þessi eigandi Flögu? Engar upplýsingar eru gefnar um það ef marka má umfjöllun fjölmiðla. Hvorki Nýi Kaupþing né Exista, sem voru stærstu bakhjarlar fyrirtækisins fyrir fall bankanna, hafa lagt félaginu til nýtt fjármagn.

Svona feluleikur með eignarhald hlýtur að vera á undanhaldi í íslensku viðskiptalífi. Kaupþing á kauprétt á nýjum bréfum í Flögu og ættu stjórnendur bankans að upplýsa um hver sé á bakvið Flögu Holdings fari svo að bankinn verði hluthafi á nýjan leik. Einnig finnst mér að núverandi hluthafar eigi heimtingu á því að vita hver sé að hirða upp bréfin þeirra.


mbl.is Hlutafé Flögu Group nú sagt einskis virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband