Bankastýrur hafa átt undir högg að sækja

Þegar nýir bankastjórar tóku við af þeim gömlu, í kjölfar falls bankanna, var gerður góður rómur að ráðningu Elínar Sigfúsdóttur og Birnu Einarsdóttur. Þær gjörþekktu rekstur sinna banka auk þess sem mörgum þótti kominn tími til að konur risu til slíkra metorða - í karlaveldi bankanna. Elín var reyndar fyrsta konan til að stýra íslenskum viðskiptabanka og var í miklum metum meðal starfsmanna Landsbankans, eða svo hefur mér verið sagt.

En engin(n) veit ævi sína fyrr en öll er. Kastljósið hefur beinst að þeim Elínu og Birnu á meðan Finnur Sveinbjörnsson, fyrrum forstjóri Sparisjóðabankans, hefur siglt lygnan sjó á mínum gamla vinnustað. Elín hefur þurft að horfa upp á furðuleg afskipti Tryggva Jónssonar á sölu þrotafyrirtækja til fyrirtækja tengdum Baugi, gagnrýni á launakjör sín og starfsemi peningamarkaðssjóða og þá hafa spjótin beinst að Birnu vegna hlutabréfakaupa í gamla GLB árið 2007 sem aldrei tóku gildi.

 


mbl.is Elín lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband