Only for you, my friend

Hlutafjáraukningin í FL Group í desember 2007 reyndist vera afdrifarík í mörgum skilningi. Fyrir það fyrsta var stoðunum kippt undan hlutabréfamarkaðnum þegar ný bréf voru seld með miklum afslætti frá síðasta markaðsgengi. Jón Ásgeir telur að þarna hafi verið um misheppnaða björgunaraðgerð að ræða af hálfu Baugs " ... sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði". Hins vegar má spyrja á móti hvort FL Group hafi ekki einmitt framlengt lífdaga Baugs, enda bendir ýmislegt til að hlutafjáraukningin hafi fyrst og fremst þjónað hagsmunum Baugs, sem varð stærsti hluthafinn í FL, fremur en hagsmunum annarra hluthafa í almenningshlutafélaginu FL.

Hvað var það sem Baugur lagði til sem nýtt fjármagn inn í FL Group? Þetta voru óskráð fasteignafélög og fasteignasjóðir á Íslandi og Norðurlöndum. FL Group keypti fasteignir af Baugi fyrir 600 milljónir evra, um 54 milljarða króna, og greiddi fyrir með útgáfu skráðra hlutabréfa á miklum afslætti. Þannig voru óskráðar eignir færðar úr Baugi inn í almenningshlutafélagið FL Group á verðum sem voru án vafa hagstæðari fyrir eigendur Baugs á þessum tíma en hluthafa í FL. Baugur fékk þannig eignir sem voru með verðmiða, betra veðhæfi og varð alls ráðandi í FL Group sem langstærsti hluthafinn.

Stjórnendur FL Group (með Jón Ásgeir sem stjórnarformann) gátu svo réttlæt þessi viðskipti á þeim forsendum að fjárfestingarstefna FL gengi í vaxandi mæli út á að fjárfesta í óskráðum eignum (private equity). Og hvers vegna að leita langt yfir skammt? Ofurskuldsettur verslunarrisi var með fullt af góðum eignum til sölu.


mbl.is Missti iðulega sjónar á góðum gildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég vorkenni honum ekkert!

Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband