Sparisjóðir sleppa vel

Þegar rennt er yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar sést að lítil umfjöllun er um þátt sparisjóðina í uppgangi og falli fjármálakerfisins. Væntanlega geta forsvarsmenn sparisjóða á þessum árum prísað sig sæla með það, enda fá starfsbræður þeirra úr öðrum geirum fjármálalífins hressilega á baukinn.

Ýmsum spurningum er þó ósvarað um hlutverk sparisjóðanna í fjármálabólunni. Ein sú stærsta lítur að hinu sérstaka ástarsambandi ákveðna sparisjóða og Existu. Af hverju tóku svokallaðir Exista-sparisjóðir ekki að selja hlut sinn í Existu eftir að félagið var skráð á markað haustið 2006 og þeir innleystu verulegan gengishagnað? Skömmu áður en gengi hlutabréfa í Existu fór í 40 kallinn sumarið 2007 tóku SPRON og fleiri sparisjóðir sig til og stofnuðu sérstakt fjárfestingarfélag (Kistu) utan um hluta af eign sinni í Existu. Sparisjóðir á borð við SPRON, SpKef, SPM og Sparisjóð svarfdæla byggðu alla sína afkomu á hlutabréfaþróun Existu sem var svo háð gengisþróun í Kaupþingi og Sampo Group. Þetta voru vogunarsjóðir en ekki sparisjóðir.

Lækkandi markaðsverðmæti Existu hafði verulega slæm áhrif á rekstur sumra sjóða. Sparisjóður Mýrasýslu var „de facto“ gjaldþrota um mitt ár 2008 og SPRON var komið til bjargar í mars 2008 þegar Kaupþing veitt sparisjóðnum fimm milljarða króna víkjandi lán til þess að halda honum fyrir ofan lögbundið lágmark um eiginfjárhlutfall.

Það er ekki svo að forsvarsmenn þessara sparisjóða hafi ekki fengið sinn skammt af gagnrýni vegna sambandsins við Existu. Mætti túlka þrjósku forsvarsmanna sparisjóða að halda í hlutabréf sín í Existu sem markaðsmisnotkun, þ.e. að menn hafi óttast að sala hlutabréfa myndi kollvarpa gengi Existu? Af hverju lét FME það ótalið að sparisjóðir tækju svo mikla áhættu með eign sinni í einum útgefanda verðbréfa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband