Gleymum ekki strætólóðinni

Á árunum 2006 og 2007 átti Glitnir það til að koma greiningaraðilum á óvart skila betri afkomutölum í hús en reiknað hafði verið með. Þegar rýnt var í reikninga Glitnis kom í ljós að í tvö eða þrjú skipti féllu til óreglulegar tekjur við það að uppfæra eignarhlut bankans á Strætólóðinni við Kirkjusand sem bankinn keypti af Reykjavíkurborg snemma árs 2006. Kaupverðið nam um 970 milljónum króna en í níu mánaða uppgjöri bankans árið 2007 var öll lóðin metinn á 3,4 milljarða. Inni í þeirri tölu var að hluta til það sem bankinn hafði átt fyrir. Til stóð að byggja íbúðir á þessum reit auk sem þar áttu að rísa nýjar höfuðstöðvar bankans. Ekkert hefur orðið úr þeim áformum.

Alla vega er ljóst að Glitnir hagnaðist verulega á kaupunum og höfðu bankamenn það í flimtingum að þegar harðna tók á dalnum í íslenskum fjármálaheimi þá mátti búast við að bankinn kreisti fram nýja peninga út úr strætólóðinni.

 


mbl.is Uppfærðu verðmat Iceland þvert á þróun hlutabréfamarkaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver tók ákvörðun um söluna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.4.2010 kl. 17:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ef einhverjir aðrir en Sossar ákváðu  söluna,er þá hegðun bankastjórnenda  réttlætanleg?

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bankinn má hagnast mín vegna Helga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband