Hulduhluthafar vilja arð

Það vekur athygli að eigendum 365 miðla hafi tekist að útvega nýtt hlutafé inn í rekstur fjölmiðlasamsteypunnar. Óskipta athygli vekur þó hlutur hinna "þöglu hluthafa" sem hafa ákveðið að kaupa B-hluti í 365 sem bera engan atkvæðisrétt en njóta forgangs að arði. Mér er ekki kunnugt að 365 hafi nokkurn tíma verið rekið með hagnaði og efast um að svo verði á næstu misserum.

Þeir sem gerst þekkja til íslenskra fjölmiðla vita að þeir hafa verið botnlaus peningahít á undanförnum árum. Í raun og veru er aðeins eitt íslenskt fjölmiðafyrirtæki sem hefur skilað eigendum sínum arði og það var Árvakur hf. á velmektarárum félagsins á 10. áratug síðustu aldar.

Hvers vegna leggur einhver fjármuni til félags sem hefur aldrei greitt arð og mun varla gera það á samdráttartímum? Hvaða viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs hafa svona mikla trú á rekstri 365 í ljósi þess að fjárfestar hafa langoftast ekki riðið feitum hesti frá fjárfestingum í félagi tengdum Baugsgrúppunni? Hafa ber í huga að hinir þöglu hluthafar leggja fram 600 milljónir króna á móti aðeins 400 milljónum frá þeim hluthöfum sem ráða félaginu.


mbl.is Hlutafjáraukningu í 365 miðlum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert breytist!.  Enn halda gervi viðskipin áfram.

itg (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband