22.3.2010 | 15:14
Allt þá er þrennt er
Forsvarsmenn Kauphallar og Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stjórnendur Bakkavarar, hafa áður eldað grátt silfur. Fyrr á árinu sektaði Kauphöllin Bakkavör um þrjár milljónir króna eftir að frumvarp til nauðarsamninga lak frá einhverjum sem hafði gögnin undir höndum til fjölmiðla. Taldi Kauphöllin að félagið hefði gerst brotlegt við útgefendareglur með því að birta ekki verðmyndandi upplýsingar án tafar á jafnræðisgrundvelli.
Exista, sem jafnframt er að stærstum hluta í eigu Bakkabræðra, var áminnt opinberlega á síðasta ári þegar fram kom að félagið hefði veitt svokallað seljendalán þegar tæplega 40% hlutur Existu í Bakkavör var seldur án þess að greina frá því opinberlega. Í stað þess að fjármunir rynnu inn í Existu lánaði seljandi fyrir kaupunum með veði í hinum seldu bréfum.
Kauphöllin gagnrýnir fyrir hugaða breytingu hjá Bakkavör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Í þrot með þá
Finnur Bárðarson, 22.3.2010 kl. 17:24
Látum þeim blæða!
Sigurður Haraldsson, 23.3.2010 kl. 00:24
Til í það!Sonur minn átti smá "kríu",fékk bréf með tilmælum um að selja það,hlægilegt. Hann á það enn til minniga um peninga geðveikisárin.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2010 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.