Fullsnemmt að álykta

Þótt kreditkortavelta sé að glæðast er enn fullsnemmt að draga þá ályktun að einkaneyslan sé að rétta úr kútnum. Fyrstu mánuðirnir mánuðirnir eftir bankahrunið einkenndust af mikilli óvissu sem hafði töluverð áhrif á hegðun neytenda. Þeir héldu að sér höndum - og sumir hverjir lokuðu sig bókstaflega inni - einkum þegar kom að stórum fjárfestingum. Þess vegna kann að vera varasamt að bera kortaveltu saman á milli ára þegar haft er í huga áhrif hrunsins á hegðun neytenda.

Þá verður að hafa í huga að síðustu skattahækkanir hljóta að draga úr kaupmætti almennings.  


mbl.is Kreditkortaveltan 24,5 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að lánagreiðslur þúsunda gjaldþrota fjölskyldna hafi verið í frystingu hjá lánakerfinu og því hafi téðar fjölskyldur ráðstafað peningum sínum í neyslu - sem hefur hjálpað verulega upp á atvinnulífið - en eftir stendur samt vaxandi skuldavandi.

Við fórum á hausinn við að veðsetja framtíðina og lausnin virðist eiga að vera að teygja fallít veðsetningu enn lengra inn í framtíðina. Er ekki löngu kominn tími til að færa kosningaaldurinn niður í 10-12 ár ? Þurfa ekki þeir sem koma til með að borga yfirdrátt okkar í framtíðinni að hafa eitthvað um það að segja núna ?

Baldur Fjölnisson, 11.3.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband