Blendnar tilfinningar um FIH

Ein af áhugaverðari bókunum um útrásina og hrunið er tvímælalaust Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvalds, enda lýsir þar lykilmaður útrásinni á nokkuð hispurslausan hátt. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hlutverki sem Ármann gegndi sem skýrist eflaust af því að hann var lítt áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Í eftir-á-hyggju þjóðfélaginu eru hugleiðingar Ármann um kaupin á FIH í Danmörku sem standa upp úr í þessari bók og í raun og veru ótrúlegt hversu lítið hefur verið fjallað um þann þátt.

Þegar Ármann horfir um öxl eru tilfinningar um hina risavöxnu yfirtaka Kaupþings á FIH, sem eru næststærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar, blendnar. Annars vegar var FIH fjármagnaður með skuldabréfaútgáfu (heildsölulánum) sem gerði Kaupþingi erfitt fyrir þegar lánsfjármarkaðir bókstaflega þornuðu upp árið 2007. Hitt er ekki síður athyglisvert, ekki síst ef það er sett í samhengi við alla þá furðulegu gjörninga sem áttu sér stað á síðustu vikunum fyrir hrunið og þá staðfestu skoðun margra helstu útrásarvíkinganna að eignasala væri sama og uppgjöf."Hluthafar Kaupþings urðu jafnframt að skuldsetja sig frekar til að fjármagna þátttöku sína í hlutafjárútboðinu sem varð til þess að draga úr fjárhagslegum styrk þeirra." (bls.125)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tony Shearer, fyrrverandi yfirmaður Singer & Friedlander, forveri Ármanns í starfi, afgreiddi þennan fugl gjörsamlega í viðtali í Silfrinu um daginn. Það er algjör óþarfi að taka nokkuð mark á Ármanni, hann annaðhvort lýgur eða greinir eingöngu frá því sem sér er hagstætt ef þörf krefur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég held að það verði að bíða með að lesa þetta bull frá þessum mönnum meðan þeir eru enn í hroka og afneitun.

Við skulum vona að þeir eigi eftir að komast í iðrun það væri mannlegt. En kanski verður það ekki fyrr en þeir verða á bak við rimlana að taka út sína refsingu fyrir meinta glæpi sína gegn þjóðinni.

Gunnlaugur I., 29.12.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dettur í hug það sem kallað var í gamla daga "uppalningar",þeir máttu allt,enginn agi. það verður líka að gá að þeirri hlið,strákar mínir,sem eruð örugglega að ala upp,einhver elskuleg krýli.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2009 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband