26.12.2009 | 14:33
Uppgjöf gegn verðbólgu
Þessi frétt gæti alveg eins átt við Ísland nema að hér er hættan sú að þar sem engin efnahagsbati virðist vera í augsýn mun samdráttur í neyslu leiða til dýpri kreppu.
Þetta er því ekki beinlínis glæsilegt rekstrarumhverfi sem íslensk fyrirtæki búa við eftir áramótin: Hækkun tryggingagjalds og virðisaukaskatts, í bland við hærri verðbólgu, sem hefur áhrif á rekstrarkostnað, skila sér einungis í lægri framlegð fyrirtækja. Þau fyrirtæki, sem eru í þeirri stöðu að taka á sig vsk.-hækkunina á sinn kostnað munu skila minni arðsemi. Önnur velta þessu beint út í verðlagið en það eru takmörk fyrir því hvað neytendur þola.
Fáir virðast hafa gefið því gaum að stjórnvöld hafa algjörlega gefist upp í baráttunni við verðbólgu og sleppa henni óhindrað út í hagkerfið. Nú er ekki lengur hægt að kenna krónunni um verðlagshækkanir.
Hærri virðisaukaskattur Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Eins og svo oft áður vantar slatta uppá fréttaflutninginn. VSK í Bretlandi var lækkaður í upphafi kreppu um 2% til að minnka samdrátt, það var gert með því fororði að hann yrði hækkaður aftur um þessi áramót.
Björn (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 16:26
Gleðileg jól!
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.