Guð forði okkur frá verðbólguspám

Almenningur hefur litla tilfinningu fyrir verðbólgunni og telur hana nú vera um 11% þegar hún mælist í raun 7,5%. Þetta getur ekki verið góðs viti; verðskyn hefur verulega. Fyrir ári síðan taldi almenningur að verðbólgan myndi mælast 14,5% að ári liðnu sem þó var í takt við  verðbólgutölur á þeim tíma.

En á sama tíma og almenningur ofmetur verðbólguna hafa fyrirmyndirnar, Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna, vanmetið verðbólguna í spám sínum í mörg ár. Verðbólgumarkmið Seðlabankans náðust síðast á fyrri hluta ársins 2004 en þá var Davíð Oddsson enn þá forsætisráðherra.


mbl.is Almenningur telur að verðbólga verði um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Hver veit nema þessi skynjun almennings sé réttmæt þar sem áhrif hækkunar virðisaukaskatts og fleiri opinberra gjalda er enn ófyrirséð.

Emmcee, 23.12.2009 kl. 13:07

2 identicon

Almenningur skynjar okrið hjá Hagkaup.

Ætlaði, að kaupa tvö samúðarkort í Hagkaup í Keflavík í gær. Aðeins tvær gerðir var um að ræða. Svipaðar með heldur daufri og flatneskulegi rós. Kort af ódýrustu gerð.  Ekkert verð var á kortunum. Tvö kort kostuðu 1180 krónur. Fór í fatadeildina í sömu verslun og fannst vörur enganvegin standa undir verði. Lítið um fallegar og vandaðar vörur. Hefði frekar treyst mér til að finna eitthvað við hæfi á  söludeild Hjálpræðishersins, þar sem fólk gefur notuð föt.

Hagkaup verður, að fara að hugsa sinn gang. Þetta er orðin okurbúlla með  mikið af lélegum vörum. Svo ég leyfi mér að segja eins og einn góður maður. Þetta finnst mér.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:58

3 identicon

"Hagkaup verður, að fara að hugsa sinn gang. Þetta er orðin okurbúlla"

Ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi verið búinn að átta sig á þessu fyrir 5-10 árum hið minnsta. Við það má bæta að kennitalan Hagkaup hugsar hvorki eitt né neitt, það eru eigendur og stjórnendur sem hugsa eitt og annað. Við vitum öll hverjir það eru. Vitum við svosem ekki öll líka hvað þeir gætu verið að hugsa?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:53

4 identicon

Verðskynið er í góðu lagi hjá almenningi. Ef litið er á vísitölu neysluverðs án húsnæðis, semsagt þær hækkanir sem fólk upplifir frá degi til dags, þá mælist 12 mánaða hækkun 12,5% í nóvember og 11,3% í desember sem er nú bara býsna nálægt því sem þarna kemur fram.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband