Að þverbrjóta hlutafélagalög

Ríkið ætlaði sér að taka 6,5 milljarða króna út úr Arion banka vegna reikningsársins 2008 án þess að fram hefði farið aðalfundur og óháð því hvort efnahagur bankans hefði leyft slíkan gjörning. Stofnefnahagaur bankans lá þannig ekki fyrir fyrr en á þessu ári. Auðvitað er það svo að hluthafafundur einn getur samþykkt tillögu stjórnar um arðgreiðslur.

Annars stefnir ríkissjóður á að þurrausa eignir sínar á næstu árum. Á næsta ári ætlar ríkissjóður að taka einn milljarð króna út úr ÁTVR en til samanburðar námu arðgreiðslur á árunum 2007 og 2008 um 152 milljónum og 182 milljónum seinna árið. Í ár fékk ríkið 210 milljónir þannig að arðgreiðslur munu nærri fimmfaldast á milli ára. Þetta er kannski ekkert svo slæmt á þessum tímum en auðvitað er allt best í hófi.


mbl.is Arðgreiðsla frá Arion gengur ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það virðist vera búið að ríkisvæða flugeldahagfræðina. Ætli endi ekki með því að við fáum barnabæturnar greiddar með skuldarviðurkenningum?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú og launin greidd út sem æ ó jú

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.12.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband