20.12.2009 | 11:17
Umfjöllun og auglýsingar
Í helgarblaði Fréttablaðsins er sagt frá sektargreiðslum sem samkeppniseftirlitið hefur lagt á Símann eftir að fyrirtækið kippti fótunum undan litlu fjarskiptafyrirtæki árið 2007. Eigandi litla félagsins segir að grunnur fyrirtækisins hafi horfið við þetta og þrátt fyrir að hann hefði getað farið fram á gjaldþrot kaus hann að forðast það.
Ef eitthvað er spaugilegt við þessa frétt þá er það sennilega heilsíðuauglýsingin frá Símanum sem liggur hægramegin við fréttina. Símamenn eru eflaust alveg í skýjunum yfir þessu!
Þetta minnti mig aðeins á umfjöllun Fréttablaðsins um Baugsmálið snemma árs árið 2006. Tvo daga í röð var umfjöllun af réttarhöldum í Baugsmálinu eins og "klausa innan í opnuauglýsingu frá Bónus ... Stór Bónusauglýsing vinstra megin við hana og heilsíðuauglýsing frá fyrirtækinu hægra megin. Þetta getur varla verið tilviljun, svona tvo daga í röð," segir Ólafur Teitur Guðnason í bókinni Fjölmiðlar 2006.
Gert að greiða 150 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.