Hringlandaháttur með vaskinn

Fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar eru dæmi um bagaleg vinnubrögð meirihlutans á Alþingi. Þegar innan við tvær vikur eru til áramóta er ákveðið að breyta áður boðum breytingum á virðisaukanum og þótti mörgum nóg um þann skamma fyrirvara sem atvinnulífinu var gefinn til að bregðast við. Þeir sem selja út virðisaukaskattsskylda vörur og þjónustu vita varla hvort vaskurinn hækki í 25,0% eða í 25,5% um áramótin. Pólitíkusarnir gleyma þeim kostnaði og þeirri vinnu sem bíða atvinnulífsins við þessar breytingar, t.d. uppfærsla á öllum kassakerfum landsins.

Hækkun virðisaukans um eitt prósentustig í efra þrepinu þýðir væntanlega að smásalinn þarf að hækka vöruna um 0,8% til þess að halda óbreyttum hlut. Enn einn bensíndropinn á verðbólgubálið.


mbl.is Breytingar á skattatillögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

& þetta er líka atvinnuzkapandi fyrir alla þá zem að vinna við tölvukerfi, verzlunarkerfi & bókhöld.  Dona var þetta í gamla daga líka, alltaf rúllandi yfirvinna á verzta tíma yfir hátíðarnar & eílífar endalauzar reddíngar allann janúar.

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband