Hinir síðustu koma fyrstir

Á góðæristímum voru fjárfestar fáskiptir gagnvart hlutabréfum Össurar. Nær allir voru sammála um að fyrirtækið væri undirverðlagt en hins vegar reyndist lengstum arðbærara að kaupa bankabréf fremur en bréf vel rekinna rekstrarfélaga. Meira að segja var betra að setja peningana sína í hina illræmdu peningamarkaðssjóði og hirða "auðfengna" 18% ávöxtun.

Í dag hefur Össur lokið við vel heppnaða skráningu í Kauphöllina í Kaupmannahöfn, situr á sjö milljarða króna sjóði og byggir brú á milli bygginga í Grjóthálsinum. Engin furða að Össur er orðið eitt vinsælasta fyrirtæki landsins. Útrásarfyrirtæki sem stendur undir nafni.


mbl.is Mælir með kaupum á bréfum Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband