60% stærri en hagkerfið

Með birtingu stofnefnahags Landsbankans er búið að reisa þrjá banka úr rústum hina föllnu útrásarbanka. Þeir eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem gömlu bankarnir voru þegar "best" lét; þannig var Kaupþing þrisvar sinnum stærri en nýju bankarnir eru nú til samans. Hins vegar er fróðlegt að hafa það í huga að heildareignir Landsbankans, Arions og Íslandsbanka eru samt sem áður ríflega 60% meiri en sem nemur áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Heildareignir bankanna voru rúmir 2.240 milljarðar um síðustu áramót. Við þetta bætast svo sparisjóðir og önnur fjármálafyrirtæki. Landsbankinn er langstærsti banki landsins, með helmingi stærri efnahagsreikning en Arion og Íslandsbanki.

Vekur það upp spurningar um áhættu hagkerfisins af fjármálageiranum. Er bankakerfið ekki enn of stórt miðað við stærð hagkerfisins eða er óumflýjanlegt í litlu hagkerfi sem Íslandi að bankar séu stórir í samanburði við það? Það er fremur augljóst, að mínu mati, að bankarnir megi við litlum skakkaföllum og því sé m.a. nauðsynlegt að auka hagræðingu í fjármálageiranum með samrunum og fækkun útibúa. Í þessu sambandi hlýtur að blasa við að Arion og Íslandsbanki renni saman í eina sæng, fyrr en síðar.


mbl.is Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband