Hluthafar í Arion

Reiknað er með allt að 30 þúsund kröfuhafar frá 50 löndum muni lýsa yfir kröfum í þrotabú Gamla-Kaupþings og eignist hlut í Arion banka samkvæmt samkomulagi skilanefndar og ríkisins. Þetta er talsverður fjöldi þegar haft er í huga að í gamla almenningshlutafélaginu voru hluthafar um 32 þúsund talsins í árslok 2007, þar af 6.500 erlendir fjárfestar og einn sjeik við hrunið.

Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess í gegnum tíðina að útlendingar leggi peninga inn í íslensk fyrirtæki. Niðurstaðan með eignarhald Arion er vafalaust sú besta í stöðunni; að kröfuhafar sjái hagsmunum best borgið að reka og byggja upp banka á Íslandi og ríkið minnki gífurlegar skuldbindingar sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og heldur þú virkilega að markmið þeirra sem eignast hlut í bankanum verði að "byggja upp banka á Ísland"? 

Nei - markmið þeirra verður að ná til baka "sínum" peningum, hvernig sem það verður best gert - jafnvel með því að selja eignir bankans og leysa hann upp.

Púkinn, 4.12.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Þetta hlýtur að haldast í hendur. Ekki tekst þeim að fara með bankann í Kauphöllina í janúar og vonast til þess að stofnanafjárfestar og almenningur kaupi bréfin hugsunarlaust af þeim. Útgönguleiðin hlýtur að vera sú að búa til meiri verðmæti í bankanum en eru í dag.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 5.12.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband