24.11.2009 | 16:34
Lítil þúfa veltir þungu hlassi
Stærstu hlutafélögin sem mynduðu íslenska hlutabréfamarkaðinn voru að nafninu til almenningshlutafélög. Staðreyndin var hins vegar sú smærri hluthafar voru aðallega notaðir sem skraut á aðalfundum, enda réðu stærstu hluthafar lögum og lofum - meira að segja í sparisjóðunum. Og sumir gengu allt of langt.
Snemma árs komu stofnfjáreigendurnir Sveinn Margeirsson, nú stjórnarmaður í Byr, og kona hans Rakel Gylfadóttir fram í Kastljósi og bentu á þau makalausu viðskipti sem höfðu farið fram með stofnfé Byrs á milli MP banka og skúffufélagsins Exeter Holdings. Þar blönduðust aukinheldur inn í lánveitingar frá sparisjóðnum og viðskipti þáverandi stjórnarmanna, sem virðast hafa notið sjóði sparisjóðsins í eigin þágu, og núverandi og fyrrverandi starfsmanna Byrs. Viðskiptin fóru fram á fáranlegu yfirverði eftir að fjármálakerfið hrundi og voru fjármögnuð af sparisjóðnum sjálfum með veði í bréfum sem í dag eru einskis virði.
Hver sem niðurstaðan verður er greinilegt að yfirvöld líta málið alvarlegum augum eins og atburðir dagsins bera glöggt vitni um.
Yfirheyrslur standa yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Facebook
Athugasemdir
Víða er pottur brotinn í þessum málum. Ef tekin yrði upp mjög einföld regla um atkvæðarétt í hlutafélagi þá væri unnt að kveða allan þennan brask draug niður í eitt skipti fyrir öll.
Í hlutafélaglög á að taka upp einfalt en mjög skynsamlegt ákvæði sem takmarkar atkvæðarétt. Annars vegar binda það skilyrði að hlutafé hafi verið greitt til félagsins. Þetta var brotið t.d. í Exista þar sem braskarar sem því fyrirtækja stýra juku hlutafé um 50 milljarða án þess að ein einasta króna væriu greidd til félagsins. Eina „greiðslan“ sem fram fór voru hlutabréf í óskyldu fyrirtæki sem braskarnir verðsettu á einn milljarð! Ekki er vitað hvers virði þau hlutabréf eru í dag.
Hins vegar á að taka algjörlega fyrir að hlutabréf sem hafa verið veðsett fylgi réttur til atkvæðagreiðslu. Hægt væri að útfæra þessa reglu, binda við t.d. undanfarinna 24álmanaksmánuði, jafnvel lengur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.