20.11.2009 | 17:17
Var ég í alvöru rekinn?
Það er stundum ákveðin kúnst að lesa sig í gegnum fréttatilkynningar frá Kauphallarfyrirtækjum. Jafnvel þegar ekkert nema gjaldþrot blasir við sjá stjórnendur fyrirtækja einhverja sólarglætu. Yfirleitt er viðskilnaður fyrirtækja og stjórnenda gerður í sátt og samlyndi og viðkomandi þökkuð góð störf. Í dag sendi færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að Vilhelm Petersen forstjóri hefði látið af störfum samkvæmt sameiginlegri ákvörðun.
Birgir Durhuus, stjórnarformaður hafði þetta að segja um brotthvarf forstjórans: "I would like to thank Wilhelm Petersen for his significant contributions to the development of Atlantic Petroleum. Under his tenure, the Company has developed to become an international player in the oil and gas industry with two oil fields already in production, and two further oil fields expected to come into production over the coming two to three years.
Allt lítur þetta vel út en svo kemur bomban. Forstjórinn var í raun og veru rekinn og er mjög undrandi á uppsögninni! Hvað segir Kauphallar-Þórður við þessu?
Forstjóri Atlantic Petroleum rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.