Formleg afþökkun aðstoðar

Framkvæmd greiðslujöfnunar er með því einkennilegra sem maður hefur séð á Íslandi. Þótt ýmsir kostir fylgi þessu framlagi ríkisstjórnarinnar eru ókostirnir e.t.v. fleiri aukinheldur sem aðgerðirnir eru sagðar vera óskýrar og ógegnsæar. Hver og einn verður að gera það upp við sig hvort hann vilji nýta sér þetta úrræði og þá kemur að hinni furðulegu framkvæmd.

Ég tel mjög líklegt að meirihluti fasteignaeigenda muni og þurfi ekki nýta sér þetta úrræði. Hins vegar þarf þessi hópur lántaka, en ekki þeir sem vilja lækka greiðslubyrði sína, að segja sig frá henni með formlegum hætti. Þeir sem þurfa ekki á aðstoð að halda verða því að afþakka aðstoðina! 


mbl.is Boða nýtt greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það læðist að manni sá grunur að stjórnvöld séu að veðja á að sem allra flestir nýti sér þjónustuna, þar með talið þeir sem ekki þurfa á henni að halda. Sá hópur myndi þá fá meira skotsilfur til að eyða um hver mánaðarmót og þá koma af stað einkaneyslu sem mætti vera meiri. Getur verið að það sé einhver svona hugsun sem ráði útfærslunni?

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Já, þetta gæti verið útspil stjórnarinnar til að auka einkaneyslu og lengja í skuldaólinni.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 16.11.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

15.11.2009

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  


Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 23:31

4 identicon

Þetta er alveg arfavitlaust. Það á greinilega að láta unga fólkið, sem er rétt að byrja að borga sín löngu íbúðarlán, í skuldafangelsi næstu áratugina. Það verður nákvæmlega engin eignarmyndun, heldur eignarrýrnun (ef hægt er að tala um það þar sem skuldirnar eru löngu komnar framúr eigin eign) hjá því fólki sem samþykkir þetta og er með nýleg lán til langs tíma, vegna jafngreiðslukerfisins.

Baldvin (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband