9.11.2009 | 10:02
Ofmetnir varasjóðir
Þegar Glitnir birti sex mánaða uppgjör í ágúst í fyrra kom fram í máli Lárusar Weldings að rekstur bankans væri í miklum blóma. Tekjur af kjarnastarfsemi höfðu þannig aukist um fimmtung annan fjórðunginn í röð og jafnframt var lausafjárstaða bankans sögð sterk. Um þetta leyti stóð eigið fé Glitnis í 200 milljörðum króna, þar af námu varasjóðir, þ.e. uppsafnaður hagnaður og annar varasjóður, um 132 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
Lárus hafði m.a. þetta að segja: "Við gerum ekki ráð fyrir að alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir opnist í bráð. Lausafjárstaða bankans er góð og okkur eru ýmsar leiðir færar í fjármögnun ekki síst í ljósi gæða eigna okkar."
Þessir 132 milljarðar sem höfðu safnast upp á mörgum árum samsvara því nokkurn veginn þeirri 139 milljarða kröfu sem dúkkaði óvænt upp á dögunum. Miðað við þetta voru skuldir bankans stórlega vanmetnar og ljóst að Glitnir stímaði beint á skerið hvað varðaði leiðir til endurfjármögnunar. Er ekki nema von að menn spyrji sig hvort uppgjör Glitnis þann 30. júní 2008 hafi verið marklaust plagg?
Kroll rannsakar Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það má semsagt leiða líkur að því að þegar Lárus lét þessi orð falla hafi bankinn í raun verið gjaldþrota, sé "týnda krafan" tekin með í reikninginn. Hvort Lárus var meðvitaður um þetta er svo annað mál, en ef ekki er ljóst að þeir sem sáu um uppgjörið hafa gerst sekir um a.m.k. alvarlega vanrækslu eða jafnvel glæpsamlegt athæfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.