Hvar eru regluverðirnir?

Frá áramótum hefur FME lokið yfir 40 málum með sáttargjörð en í langflestum málanna höfðu útgefendur verðbréfa ekki skilað inn upplýsingum um fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum til stofnunarinnar eins og kveðið er á í lögum um verðbréfaviðskipti.

Félögum, sem eru með skráð verðbréf í kauphöll, ber skylda til að tilefna regluverði sem halda utan um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja. Þessi fjöldi mála hlýtur að vera til vitnis um að regluverðir séu almennt meðvitundarlausir. Fyrir félög á borð við Byggðastofnun og Ríkisútvarpið ohf. er þetta dýrkeyptur klaufaskapur á sama tíma og skattgreiðendur þurfa hlaupa undir bagga með þeim.


mbl.is Átta félög sektuð fyrir brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Held að oft hafi regluvarsla verið hlutastarf í kauphallarfélögunum, þó að undanskyldum bönkunum.  Einnig held ég að fæstir regluverðir félaganna hafi haft nauðsynlega menntun til starfans.

Emmcee, 13.10.2009 kl. 22:17

2 identicon

Reglur um innherja eru eins fyrir alla sem eru með bréf skráð í Kauphöll, hvort sem um er að ræða fyrirtæki á markaði með stórfelld hlutabréfaviðskipti og skuldabréf þar sem innherjaupplýsingar geta skipti miklu máli, eða þá einstaka skráð lán opinberra stofnana sem eru án eftirmarkaðar.

Spyrja má sig hver sé tilgangurinn með því að opinberar stofnanir skili á 180 daga fresti inn yfirliti yfir "Innherja" og "Fjölskyldumeðlimi" þeirra, enda mjög ólíklegt að viðkomandi fari að braska með lán opinberra stofnana. Á tímum niðurskurðar í opinbera geiranum þá er að sjálfsögðu fyrst skorið niður í svona pappírsverkefnum enda er litið svo á að það þjóni hagsmunum skattborgaranna að takmörkuðu leiti. Leiðréttum reglurnar og færum útgjöld við regluvörslu í opinberum stofnunum yfir í það draga úr niðurskurði í heilbrigðiskerfi eða löggæslu.

Regluvörður (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 05:54

3 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Tilgangurinn með regluvörslu hlýtur að vera sá að auka gegnsæi með því að samræma upplýsingar um alla útgefendur verðbréfa á skipulögðum markaði, hvort sem um er að ræða stór eða lítil fyrirtæki, hlutabréfaútgefendur og/eða skuldabréfaútgefendur. Þetta regluverk er af samevrópskum meiði þannig að við komust varla hjá því að fylgja öðrum Evrópuþjóðum.

Það er eðlilegt að menn spyrji hvort Ríkisútvarpið eða Byggðastofnun þurfi að hafa í vinnu sérstaka regluverði (sem auðvitað gegna öðrum störfum), enda afar ólíklegt að starfsmenn séu að sýsla með skuldabréf þessara opinberu stofnana. En miðað við sektirnar sem FME er að leggja á félögin, allt frá 400.000 upp í 800.000, hlýtur það að svara kostnaði að einn starfsmaður eyði 2-3 dögum á ári í það að taka saman upplýsingar fyrir eftirlitsaðila.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 14.10.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband