Skuldbundu GGE frekar

Þegar tilkynnt var um að nýir fjárfestar, þ.e. Wolfensohn & Co. og Ólafur Jóhann Ólafsson ásamt öðrum hluthöfum, hefðu ákveðið að leggja fram nýtt hlutafé að fjárhæð $70 milljónir sumarið 2008 var því slegið upp sem stórum áfanga í því að styrkja fjárhagslega stöðu félagsins. Svo mikla trú virtust hinir nýju hluthafar hafa á rekstri Geysi Green (GGE) að þeir tóku sæti í stjórn fyrirtækisins.

Þess vegna á leikmaður eins og undirritaður bágt með að skilja af hverju stjórnendur GGE skuli ekki reyna á innheimtu á hlutafjárframlagi Wolfensohn & Co. Í fréttatilkynningu frá GGE á þessum tíma er þess getið að sterkari staða félagsins hefði gert því kleift að eignast dótturfélagið Exorka International í Þýskalandi að fullu með því að kaupa út minnihlutaeigendur með hlutabréfum í Geysi fyrir $1,6 milljónir. Þannig var aðkoma nýrra hluthafa nýtt til þess að skuldbinda Geysi til frekari fjárfestinga en kaupverðið á hlutabréfunum í Exorku nam nánast þeirri fjárhæð sem Wolfensohn & Co lofaði að leggja fram. 


mbl.is Segir Geysi Green ekki innheimta tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband