Áhugaleysi að skuldsetja sig

Í Fréttablaðinu í gær var forvitnilegt viðtal Dr. Gunna við Skúla Gunnar Sigfússon sem rekur fjórtán Suðbway-staði á Íslandi. Þetta viðtal ætti kannski að vera skyldulestur á fyrsta ári í viðskiptafræði. Skúli kemur vel úr hruninu þar sem hann segist hafa misst af góðærinu, eða öllu heldur gleymt að taka þátt í því. Og hvernig gat hann gleymt því?

"Með því að skuldsetja mig ekki. Það hefur verið sami eigandi frá upphafi. Við byggðum okkur bara upp og borguðum niður skuldir í góðærinu. Það voru náttúrlega skuldir í byrjun því ég átti engan pening þegar ég startaði þessu [árið 1994]. En það er búið í dag. Það er ekki ein króna í skuld."

Nú þegar 70% fyrirtækja á Íslandi eru sögð vera í þeirri stöðu að skuldir eru meiri en eignir eru orð Skúla holl ábending um að mikil samfélagsábyrgð fylgir því að reka fyrirtæki og stofna til skuldbindinga. Á fimmtán árum hefur Subway-keðjan á Íslandi vaxið hægt en örugglega. Góðir hlutir gerast hægt. Því miður hafa allt of margir rekstrarmenn fengið að valsa fram áhættulaust á síðustu árum með peninga annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki veit ég hvað er kennt í viðskiptafræðideildum háskólanna hér á landi en þegar ég var í Bandaríkjunum við nám lærði maður að besta fjárfestingin er að borga niður skuldir og enginn á að eiga hlutabréf nema hann sé skuldlaus.  Þetta þótt ansi gamaldags lexía á þeim tímum en hefur staðist tímans tönn. Stundum borgar sig að fylgja ekki hjörðinni.

Næsta kynslóð Íslendinga verður að læra að lifa án lána.  Fólk verður að spara upp í bíl og útborgun á íbúð.  Sumarbústaðir verða algjör lúxus enda varla á færi annarra að eignast þá nema þeir sem sitja í skuldlitlu húsnæði.

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 14:19

2 identicon

Já Andri ég hef velt því mikið fyrir mér,hvað eru þeir að kenna í viðskiptafræðideildum og hagfræðideildum háskólanna hér og annarstaðar.Fjármálakerfi heimsins er ekki merkilegur pappír,ekkert nema svindl og svínarí þar sem svokallaðir "fræðingar" valsa um á skítugum skónum og stela af saklausu fólki með hjálp stjórnvalda í hverju landi.Og hvergi eins og hér á íslandi.

magnús steinar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband