10.10.2009 | 18:41
Hvað með aðra stofnfjáreigendur?
Það voru ekki einvörðungu stofnfjáreigendur í landsbyggðarsparisjóðum sem skuldsettu sig fyrir stofnfjárkaupum. Eigendur stofnfjár í sparisjóðum á suðvesturhorninu tóku einnig þátt í stofnfjáraukningum á árunum 2005-2007 og sitja margir uppi stórskuldugir eftir að sparisjóðakerfið riðaði til falls og bréfin urðu annaðhvort verðlaus eða lítils virði. Almennir stofnfjáreigendur í sparisjóðum á borð við Byr sparisjóð, SPRON og Sparisjóðnum í Keflavík horfðu eins á hlutina og stofnfjáreigendur í landsbyggðarsparisjóðum, þ.e. að styrkja sína sparisjóði til frekari vaxtar og verja sig frá því að verða þynntir út vegna mikillar aukningar stofnfjár.
Stjórnmálamenn vilja eflaust að rétta stofnfjáreigendum í landsbyggðarsparisjóðum hjálparhönd rétt eins og gert hefur verið fyrir innistæðueigendur og eigendur peningamarkaðsbréfa. Verður þá ekki líka að aðstoða stórskulduga einstaklinga sem tóku lán til þess að styðja við vöxt sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu? Þeir eru líka launafólk.
Hörmuleg staða Húnvetninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur, Eggi.
Emmcee, 10.10.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.