1.10.2009 | 15:08
Ábyrgðarleysi Árna
Árni Páll Árnasson var í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni á Skjánum í gær. Þar hafði hann m.a. þetta um ábyrgðarmannakerfið að segja (með leyfi Pressunnar):
"Árni Páll segist vilja afnema með öllu ábyrgðarmannakerfi á lánum. ,,Síðan þarf að fylgja líka bann við ábyrgðamannakerfi....ég held að þetta sé bara tóm þvæla sem við höfum búið til hér. Þetta hefur ekki verið neinum til góðs hér. Þetta er söngur sem maður hefur heyrt frá bankakerfinu og innheimtulögfræðingum árum og áratugum saman. Það eina sem þetta hefur auðveldað er að lána fólki með óábyrgum hætti og hundelta það svo árum og áratugum saman, segir hann."
Ég efast ekki um að ábyrgðarmannakerfið hafi lagt fjárhag margra í rúst en hins vegar fylgja öllum öfgabreytingum nýjar öfgar. Miðað við það sem ég hef heyrt frá bankamönnum hefur markvisst afnám ábyrgðarmannakerfisins skapað mikil óþægindi og óvissu fyrir væntanlega lántakendur og útlánastofnanir að geta ekki tryggt sjálfskuldar- eða fasteignaábyrgð þriðja manns fyrir lánum einstaklinga. Ég heyrði t.d. þá sögu af mjög vel stæðum manni sem gat ekki ábyrgst bankalán fyrir dóttur sína þar sem bankanum var óheimilt að samþykkja hann sem ábyrgðarmann, jafnvel þótt viðkomandi ætti talsverðar bankainnistæður. Þá glíma fyrirtæki við þann vanda að einungis eigendum hlutafélaga er nú heimilt að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum félaga.
Sjálfur fór ég af stað með atvinnurekstur fyrir nokkrum árum sem lifir góðu lífi í dag. Ég hefði ekki getað farið af stað nema með aðstoð tengdaföðurs míns sem gekkst, auk okkar hjóna, í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréfaláni. Ætli fullt af góðum verkefnum fari ekki súginn þar sem bankar treysta sér ekki til þess að lána lengur?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
""Ég heyrði t.d. þá sögu af mjög vel stæðum manni sem gat ekki ábyrgst bankalán fyrir dóttur sína þar sem bankanum var óheimilt að samþykkja hann sem ábyrgðarmann, jafnvel þótt viðkomandi ætti talsverðar bankainnistæður.""
Af hverju ætli þessi ágæti maður hafi ekki viljað lána dóttur sinni pening fyrst hann átti svona mikið af honum í bankanaum ???
Guðmundur Jónsson, 1.10.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.