Milljarðar ríkisins gufa upp

Árið 2007 lagði ríkissjóður fram 1.200 milljónir króna til þess að styrkja eiginfjárstöðu Byggðastofnunar sem glímt hafði við töluverðan taprekstur allan áratuginn. Þar með varð eiginfjárhlutfall stofnunarinnar 14,15% í árslok 2007. Nú er þetta framlag algjörlega gufað upp eftir gríðarlegt tap á fyrra hluta ársins. Eignir umfram skuldir voru u.þ.b. 1.540 milljónir króna um síðustu áramót en nú eru skuldir umfram eignir 118 milljónir króna.

Staðreyndin er sú að á þessari öld (frá ársbyrjun 2001 til 30. júní 2009) nemur samanlagt tap Byggðastofnunar tæpum 3,2 milljörðum króna. Fyrir utan árið 2001 hefur rekstur stofnunarinnar annaðhvort verið í járnum eða skilað miklu tapi, líkt og árið 2008 og fyrri hluti þessa árs bera með sér. Jafnframt ber að hafa í huga að ríkissjóður leggur Byggðastofnun til rekstrartekjur á hverju ári samkvæmt fjárlögum. Frá aldamótum nemur samanlagt framlag ríkissjóðs rúmum 3,5 milljörðum króna. Þar með hefur Byggðastofnun fengið alls 4,7 milljarða króna frá ríkinu á 21. öldinni!

Og enn skal ríkissjóður umræðulaust ausa fjármunum til Byggðastofnunar. Getur verið að hlutverki stofnunarinnar gæti verið sinnt með betri hætti en fjáraustri sem þessu?


mbl.is Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar neikvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonum seinna að einhver þorir að opna fyrir umræðu um málefni Byggðastofnunar. Það er álit margra skattgreiðenda, að Byggðastofnun eigi ekki að vera til. Það eigi ekki að setja "taxpayers money" í að hafa áhrif á hvar fólk setur sig niður til búsetu. Ef fólk vill setja sig niður á einhverju krummaskuði, þá eigi það að borga reikninginn fyrir það sjálft, ekki senda hann til þeirra, sem vilja halda sig í mannabyggðum. Hvað ætli sé búið að setja mikið af skattfé almennings í svokölluð útlán þessarar stofnunar, sem hafa í raun verið óafturkræfir styrkir, sem hefur verið varið í allskonar vonlausa vitleysu, oft á tíðum með þeim hætti, að yrðu menn uppvísir að viðlíka ráðslagi hér í mannabyggðum, yrði lögreglan sett í málið.

Spurull (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:22

2 identicon

Miðað við framlögð fjárlög ríkisins á næsta ári þá er það ljóst að við höfum ekkert efni á Byggðastofnun lengur. Peningunum væri betur varið í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu og minnka niðurskurð þar á móti.

Ólafur Fáfnir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband