Óþekkt fyrirbæri á Íslandi

Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn dómur fallið um innherjasvik á Íslandi eftir því sem ég best veit; hvorki í netbólubrjálæðinu um síðustu aldamót né í aðdraganda bankahrunsins og falli íslenska hlutabréfamarkaðaðarins. Eins og einhver orðaði þetta svo skemmtilega þá hefur þyngsti dómur um innherjasvik hingað til verið sýkna í héraði. Það var í svokölluðu Skeljungsmáli nr. 601/2001 þar sem stjórnarmanni var gefið að sök að hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að hagnast persónulega. Í kjölfarið var lögum um verðbréfaviðskipti breytt.
mbl.is Sjö ár fyrir innherjasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eggert og býr í Kópavogi!!!
Svona rétt eins og ég!
Reyndar er ég ekki Eyjamaður en finnst nánast eins og við séum sálufélagar hehee.

Annars var ástandið árum saman þannig á íslandi að erlendir eftirlitsaðilar fundu ekki spillingu hversu grannt sem þeir leituðu.
Svo fannst eh spillingarvottur í kjölfar hrunsins en það gengur eitthvað erfiðlega að rannsaka hann skilst manni.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Virðumst vera með hreinni skjöld en margar þjóðir sé tekið tillit til dóma sem hafa fallið í þessum málaflokki.Það uppörvar mann samt lítið.

Hörður Halldórsson, 18.9.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband