Verðmætasta fyrirtæki landsins

Össur er stærsta fyrirtæki landsins þegar horft er til markaðsverðmætis, metið á rúma 54 milljarða. Ég efast um að Össur Kristinsson, stofnandi félagsins, hefði trúað því að það ætti eftir að gerast þegar hann vann að skráningu félagsins í kauphöll fyrir rétt röskum áratug. En það gerðist ekki af góðu. Fyrir ári síðan var Kaupþing verðmætasta fyrirtæki landsins, þá metið á um 480 milljarða króna rétt fyrir bankahrun, og Glitnir og Landsbanki hvor um sig metinn á u.þ.b. 200 milljarða króna.

Þótt fagna beri landvinningum Össurar er staðan á íslenska hlutabréfamarkaðnum sorglegri en nokkur orð fá lýst. Alls staðar gegna hlutabréfamarkaðir mikilvægu hlutverki í uppbyggingu atvinnulífs en okkar er í skötulíki. Eftir standa Össur, Marel og e.t.v Föroya Banki sem áhugaverðir fjárfestingakostir. Alfesca og Bakkavör eru bæði á leiðinni út og fátt sem bendir til þess að ný félög komi inn fljótlega.


mbl.is Lítil viðskipti með bréf Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Össur er eina ævintýrið í íslenskri (viðskipta )sögu. Man eftir honum í einu herbergi á

Hverfisgötu 104 og það eru bara rúm 20 ár síðan. 

Einar Guðjónsson, 5.9.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband