Stærsta erlenda fjárfestingin

Kaup Magma Energy á hlut í HS Orku er án vafa stærsta fjárfesting erlendra fjárfesta á árinu. Lítið hefur farið fyrir því að málið snýst ekki einungis um að kaupa hlut OR heldur einnig að styrkja bágborna fjárhagsstöðu HS, en eigið fé félagsins gufaði nánast upp í gjörningaveðri síðasta árs. Magma hefur í hyggju að leggja fram tvo milljarða króna til að styrkja eiginfjárstöðu HS og koma að fullum krafti inn sem kjölfestufjárfestir. Verður ekki betur séð en að kanadíska fyrirtækið horfi til langs tíma með þessari fjárfestingu - hvað sem síðar á eftir að koma í ljós.

"Þá sé það markmið Magma Energy að styrkja enn frekar fjárhagsstöðu HS Orku í samstarfi við aðra eigendur fyrirtækisins. Þannig hyggist Magma beita sér fyrir því að arður af starfsemi HS Orku næstu árin verði ekki greiddur út, heldur nýttur til fjárfestinga sem styrka fjárhagslega stöðu fyrirtækisins enn frekar."

Það er hins vegar aumt að sjá viðbrögð heilbrigðisráðherra í fréttatímum RÚV, enda svo sem ekki á hverjum degi sem maður sér Ögmund Jónasson verða kjaftstopp. Skautaði hann svo algjörlega fram hjá síðustu spurningu fréttakonunnar um hvernig ríkið hefði átt að kaupa þennan hlut. Ögmundur þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að 70% kaupverðsins verði greidd með arðinum af HS orku. Eins og staðan er í dag eru engar forsendur fyrir því að taka fé út úr félaginu og sá hagnaður sem kann að skapast verður nýttur til vaxtar.


mbl.is Fjárfest fyrir 17,5 milljarða í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeinhver vegin finnst mér ég hafa heirt þetta áður og eftir lyggur algjört hrun :)

Eigum við ekki að gefa floknum langt frí................................................................

sigurður helgason (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sammála þér, þetta eru óskiljanleg og pólitísk upphlaup.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.9.2009 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband