Húsasmiðjan kallar á lægri leigu - saga eignatengsla

Eik fasteignafélag, sem er m.a. umsvifamikill leigusali í miðborg Reykjavíkur, birti í dag hálfsársuppgjör sitt. Þar segir að Húsasmiðjan, einn stærsti leigutaki félagsins, sem greiddi nærri þriðjung af leigutekjum þess árið 2008, hafi óskað eftir viðræðum um leigulækkun í tengslum við endurfjármögnun félagsins.

Mikil eignatengsl voru á milli Húsasmiðjunnar og Eikar fasteignafélags. Fyrir rúmu ári síðan var eitt "öflugasta fasteignafélags" landsins myndað í flóknum eignatilfærslum undir handleiðslu Glitnis, sem var væntanlega gert til að lækka skuldir Baugs, FL Group og Hannesar Smárasonar. Meirihlutaeigandi Eikar varð Saxbygg, sem nú er gjaldþrota, en Glitnir eignaðist einnig stóran hlut og kom þar með eigendum sínum til bjargar. Eigendur Saxbyggs voru lengi vel m.a. stærstu hluthafa í Húsasmiðjunni. Nú er eignarhald á Eik komið í hendur Íslandsbanka, ef marka má lista yfir stjórnarmenn. Og sumir vilja meina að Saxbygg hafi stýrt Glitni síðustu vikurnar fyrir hrun bankans en ekki Baugur.

Svona er nú litla Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Óskar Eykt Bergsson neyðist sennilega til að skipta um vinnuveitanda og fá nýjan kostunaraðila. Sting upp á OR.

Einar Guðjónsson, 31.8.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband