27.8.2009 | 08:35
Góðar fréttir af Össuri
Tvær góðar fréttir hafa borist úr herbúðum Össurar (þ.e. fyrirtækisins) upp á síðkastið. Annars vegar eru þessar fréttir að Össur hafi óskað eftir skráningu í dönsku kauphöllina í því augnamiði að auka seljanleika bréfanna og styðja við framtíðarvöxt. Þetta er skiljanleg ákvörðun enda eiga danskir fjárfestar um 45% hlutafjár í félaginu, þar af fer William Demant Holding með um 40% hlut. Össur er því nánast hálfdanskt fyrirtæki. Gangi þessi áform eftir yrði Össur aðeins annað íslenska fyrirtækið sem bæri tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkaði. Hitt var gamli Kaupþing sem var jafnframt skráður í Stokkhólmi.
Hitt snýr að málefnum íslenska fjárfestingarfélagsins Eyris Invest sem fer með fimmtungshlut í Össuri. Eyrir samdi nýverið við skuldabréfaeigendur um framlengingu og skilmálabreytingu á skuldum sínum fram til ársins 2011. Það hafa verið vangaveltur, m.a. á þessu bloggi, hvort félagið hefði orðið að losa um þennan hlut til þess að fjármagna sig en nú ætti Eyrir að geta stutt dyggilega við Össur ef félagið kýs svo.
Markaðsverðmæti Össurar hefur farið hækkandi á síðustu dögum. Gengi bréfa félagsins er um 24% hærra en það var í byrjun árs og stendur nálægt 52 vikna hámarki.
![]() |
Össur á markað í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:49 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig má það vera að William Demant Holding ráði yfir um 40% hlut án þess að þurfa að leggja fram yfirtökutilboð? Hélt að markið lægi við 1/3. Ekki var hann svona stór hluthafi við upphaflega skráningu í kauphöll?
Emmcee, 28.8.2009 kl. 11:50
Þetta er ansi broslegt. William Demant keypti bréfin degi, eða hérumbil, áður en ný löggjöf tók gildi. Mig minnir að Viðskiptablaðið hafi fjallað um þetta.
Eggert Þór Aðalsteinsson, 28.8.2009 kl. 22:13
þ.e.as. keyptu bréf stjórnenda.
Eggert Þór Aðalsteinsson, 28.8.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.