14.8.2009 | 20:43
Mega við litlum áföllum
Það er fagnaðarefni að loks skuli vera búið að tryggja Íslandsbanka og Nýja-Kaupþingi fararbeina inn í framtíðina. Þar með er vonandi hægt að hefja það endurreisnarstarf sem bíður okkar - heimila og atvinnulífs.
Hins vegar veltir maður vöngum yfir því hvort 12% eiginfjárhlutfall sé nægjanlegt til þess að takast á við vandamál samfélagsins, t.d. gríðarlega skuldsetningu. Gleymum ekki að gömlu bankarnir voru með hærra eiginfjárhlutfall en flest fjármálafyrirtæki í kringum okkur þótt eiginfjárstaðan hafi ekki beinlínis stuðlað að falli þeirra.
Á dögunum sótti stærsti banki Færeyja, Föroya Banki, um aukaframlag úr danska bankasjóðnum til að tryggja sig í gegnum fjármálakreppuna og gefa honum færi á að vaxa þegar tækifæri gefast. Við það fór eiginfjárhlutfall færeyska bankans í 24%. Það hafði verið 21% fyrir umsóknina.
Ríkisbankarnir, sem brátt gætu verið komnir að mestu leyti í hendur kröfuhafa, mega við litlum skakkaföllum á næstu misserum. Það er ljóst.
Endurfjármögnun banka tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Maður á kannski ekki að vera svona leiðilegur.
En, 12% eiginfjárhlutfall, þó þ. sé hærra en 8% lágmarkið, þá er það lágt í ljósi gríðarlegrar afskriftarþarfar, bæði vegna lána einstaklinga og fyrirtækja.
Einnig er vitað, að bankarnir eru reknir með halla, stöðugum halla, sem einnig ku vera verulegur. Það kvá vera vegna, kostnaðar við það að viðhalda rekstri fjölda fyrirtækja, sem eru þ.s. kallað er tæknilega gjaldþrota, en vonast er eftir, að verði rekstrarhæf seinna.
Sá hallarekstur + sennilega stærsta afskriftarþörf Íslandssögunnar = eiginfjárhlutfall mun minnka með hraði.
Ég spái þörf á nýrri fjárinnspítingu, á næsta ári.
Með öðrum orðum, ég tel þetta ekki duga til að leysa kreppu sem þessir tveir bankar hafa verið í.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 00:55
Sennilega rétt hjá ykkur báðum. Heyrði sagt að 38 milljarða kostaði að reka hið ónýta
fjármálakerfi landsins á þessu ári.
Einar Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 18:33
Jamm, og þá áttur eftir að reikna inn, afskriftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.