11.8.2009 | 22:52
Niðurlæging FME
Afskipti FME af skilanefndarmönnum eru ekkert annað en niðurlæging og ósigur fyrir nýjan forstjóra stofnunarinnar. FME ætlaði nú að sýna hnefana í eitt skiptið en varð sjálft fyrir þungu hnefahöggi þegar valdamiklar skilanefndir ákváðu að ráða hina brottreknu nefndarmenn til sín. Guðni Níels er eini fjórmenninganna sem ekki hefur verið ráðinn inn til starfa fyrir skilanefndina.
Eins og RÚV hefur m.a. greint frá fór allt upp í háaloft hjá kröfuhöfum Landsbankans þegar nefndarmenn voru látnir fara. Þessi ákvörðun setti endurreisn NBI í uppnám. Hún jafnvel kostað kröfuhafa og íslenska ríkið gríðarlega fjármuni. Einhverjir telja enn að reynsla fyrrverandi lykilstarfsmanna í bönkunum geti nýst til þess að endurreisna fjármálakerfið og hámarka virði eigna. FME er hins vegar meira farið að minna á vindhana sem stýrist af múgæsingi og skammtímahagsmunum stjórnmálamanna.
Í stjórn FIH fram að næsta aðalfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Spilling og aftur spilling .
Hneyksli ad bankastjorar Landsbankans seu ekki komnir a Hraunid asamt Bjogga sr.
Halli (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:13
Réttlætisreiði og pólitískur rétttrúnaður getur stundum komið fólki í koll. Þetta mál, og svo hvattning manna um daginn til að taka allt út úr Kaupþingi eru dæmi um þegar ágætt fólk fer í vegferð en hugsar málið ekki til enda. Þarna fer FME í eitthvað réttlætiskast og bitchslappar kröfuhafar í leiðinni, eitthvað sem ber algerlega að forðast. Og ef fólk hefði farið í massavís að taka allt út úr Kaupþingi um daginn, þá heitir það "run" á banka og getur sett þá í greiðsluþrot, gjaldþrot. Og það er einmitt það sem við þurfum á að halda þessa dagana, ekki satt? Gjaldþrot Kaupþings, svona til að hressa upp á efnahaginn. Nokkur hundruð milljarða sem falla á ríkið (skattborgara) í viðbót.
Já, það geta verið lítil takmörk fyrir því hvað fólk getur skotið sig í fótinn í réttlætisreiðikasti ef það hugsar ekki málið til enda.
Sigurjón Sveinsson, 12.8.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.