Verður Ísland fyrst til að hækka vexti?

Greiningardeild NBI skrifaði fjallaði á dögunum um vangaveltur Bloomberg hvort Noregur yrði fyrsta ríkið til að hækka stýrivexti sína. Noregur hefur siglt ótrúlega vel í gegnum kreppuna og telja margir að norska krónan eigi eftir að styrkjast á móti helstu gjaldmiðlum. Svo segir Landsbankinn:

"Noregur, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi í heimi, hefur siglt lygnari sjó en flest önnur lönd í ólgusjó niðursveiflunnar. Því má þakka stöðugum fjárfestingum í olíugeiranum, sem stendur að baki fjórðungi landsframleiðslunnar. Sögulega lágur fjármagnskostnaður og stærsti aðgerðapakki til örvunar efnahagslífs í Noregi í yfir þrjá áratugi hafa hjálpað til við að draga úr áhrifum niðursveiflunnar, en eru nú áhættuþættir í of mikilli hitnun hagkerfisins. Stýrivextir hafa alls verið lækkaðir sjö sinnum frá því í september í fyrra úr 5,75% niður í 1,25%, en þeir hafa aldrei verið jafn lágir þar í landi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, hefur heitið jafngildi 3% af landsframleiðslu að frádreginni olíuframleiðslu í örvunaraðgerðir á vinnumarkaði, en kosningar eru í Noregi í haust."

En gæti það verið að Ísland yrði fyrsta landið til að hækka stýrivexti? Það er ekki loku fyrir það skotið þegar rennt er yfir Morgunkorn Íslandsbanka. Við erum í algjörum vítahring. Verðbólgan er mánuð eftir mánuð langt fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans og vextir eru að sliga atvinnulífið og almenning. Annar gjaldmiðill? Já, please!


mbl.is Býst við óbreyttum vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það sem Landsbankamönnum láist að nefna er hugmyndafræðilegi þátturinn. Norðmenn hafa gengið lang lengst allra þjóða í að fylgja hugmyndafræði Keynes heitins undanfarna áratugi. Haldið að sér höndum í ríkisfjármálum þegar vel árar og lagt til fyrir mögru árin, Olíusjóðurinn frægi. Þegar Hundadagakreppan skall á tóku þeir hins vegar að balansera með auknum opinberum útgjöldum og vaxtalækkunum. Þeir hafa gengið mun lengra í þessa átt en flest önnur ríki og árangurinn er óumdeilanlegur.

Guðmundur Sverrir Þór, 11.8.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Jæja, Sverrir. Nú er Seðlabankinn búinn að komast að því að krónan hentar ekki. Þetta kemur aðeins of seint en kannski sannast hið fornkveðna að betra er seint en aldrei. Ég veit ekki hvað skal segja um Ísland. Ríkissjóður var nær skuldlaus við hrunið og við áttum stórt og sterkt lífeyrissjóðakerfi þar sem eignir voru meiri á mann en hjá Norðmönnum í gegnum Olíusjóðinn. Sá sjóður skrapp hressilega saman á síðasta ári. Norðmenn bjuggu reyndar ekki við þá kerfisáhættu Íslendinga sem lá í allt of stóru bankakerfi. En hvað hefði gerst ef olían hefði haldið sér svo mánuðum saman í 40 dölum? Væru Norðmenn þá ekki farnir að ganga á lífeyrisforða framtíðar til þess halda uppi stóru og víðfeðmu ríki?

Eggert Þór Aðalsteinsson, 11.8.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það er ágætt að Seðlabankinn er að verða afhuga krónunni, kannski átta þeir sig bráðum á skaðlegum áhrifum verðtryggingar líka.

Ég vissi ekki að það væru til lög í Noregi sem segja nákvæmlega hvenær á að nota Olíusjóðinn til að balansera hagkerfið, þekki svo sem ekki lífeyriskerfi landsins gjörla en það mætti þó segja mér að það sé ekki ósvipað því sem gerist hér í Svíaríki og að Olíusjóðurinn sé þar til viðbótar.

Guðmundur Sverrir Þór, 12.8.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ekki skilja þetta svo að ég sé að hæðast að þér með orðalaginu: „Ég vissi ekki að það væru til lög í Noregi sem segja nákvæmlega hvenær á að nota Olíusjóðinn til að balansera hagkerfið.“ Því fer fjarri að um háð sé að ræða en mér finndist það í hæsta máta óeðlilegt að nota sjóðinn ekki til að balansera hagkerfið þegar ein versta efnahagslægð samtímans skellur á.

Guðmundur Sverrir Þór, 12.8.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband