Þjóð í höftum

Dow Jones vísitalan rauf níu þúsund stiga múrinn í síðustu viku í fyrsta skipti frá því í janúar. Frá byrjun síðasta mánaðar hafði vísitalan hækkað hvorki meira né minna en um 7,5% - sem ætti að minna á bólueinkenni. Enda virðast þau stórfyrirtæki sem mynda vísitöluna ekki vera sérlega ódýr kostur. Bjartsýnin er mikil á Wall Street en helst hún lengi?

Á sama tíma og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa verið á mikilli siglingu undanfarna mánuði sitjum við Íslendingar fastir í gjaldeyrishöftum þar sem fjármagnsflutningar eru stórlega heftir. Íslendingum er nær undantekningarlaust óheimilt eiga viðskipti með erlend hlutabréf nema ef fjármunir "dvelja" erlendis. Innlendur skuldabréfamarkaður nú eða bankabókin, sem gefur verr af sér en áður, eru einu kostir okkar. Íslands óhamingju verður allt að vopni - líka fyrir þá útvöldu sem eiga peninga á lausu.


mbl.is Hækkun enn einn daginn á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband