Umskipti hjá Nýherja

Nýherji hefur í gegnum tíðina verið fyrirmynd annarra fyrirtækja. Styrkur félagsins lá í fjárhagslegum styrk með háu eiginfjárhlutfalli sem gaf því kost að umbuna hluthöfum sínum með reglulegum arðgreiðslum. Nú er staðan allt önnur. Eiginfjárhlutfallið er komið niður í 20% (sem ætti þó að þykja gott á íslenskan mælikvarða) og skuldir eru að sliga fyrirtækið. Stjórnendur félagsins eru eflaust hugsi yfir fleiri þáttum. 

Viðskiptavild Nýherjasamstæðunnar nemur um fjórum milljörðum króna eða um 40% af heildareignum félagsins. Hún er að mestu leyti tilkomin vegna kaupa Nýherja á TM Software sem gengu í gegn skömmu eftir að eignaverð hafði náð hámarki. Meira að segja íhaldssamir rekstrarmenn urðu eignabólunni að bráð. Fram kemur í reikningum Nýherja að viðskiptavild hafi verið færð niður um 180 milljónir króna en á móti kemur hækkun vegna veikingar krónunnar.

Annað sem ætti að valda stjórnendum Nýherja áhyggjum er lágt veltufjárhlutfall sem er komið niður í 0,72. Þetta þýðir einfaldlega að félagið mun að öllu óbreyttu varla geta staðið við skuldbindingar sínar næstu tólf mánuði. Skammtímaskuldir eru of háar, nærri 5,4 milljarðar. Þessi staða hlýtur að vera óásættanleg hjá fyrirtæki sem Nýherja.


mbl.is Nýherji skilar 90 milljóna hagnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband