24.7.2009 | 12:39
Orðfæri ungdómsins
Kreppuástandið hefur margvísleg áhrif á samfélagið. Ég velti því til dæmis fyrir hvaða áhrif kreppan hafa á hugsun og skynjun barna, sem eiga eftir að glíma við það verðuga verkefni að hreinsa upp skuldir feðranna.
Sonur minn, fimm ára, velti því fyrir sér af hverju alltaf væri verið að tala um kröfuhafa? Hann sagðist vera búinn að fá nóg af þessu orði og langaði helst til að kasta sjónvarpinu fram á gang en á sama tíma ræddi þingheimur um ríkisvæðingu bankakerfisins.
Útrásarvíkingar, kröfuhafar, þrotabú, skilanefndir, IceSave o.s.frv. eru hluti af orðabók ungu kynslóðarinnar. Ég minnist þó ekki að mikið hafi verið talað um kvótakerfi og verðtryggingu í verðbólgubálinu á mínum bernskuárum.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.