17.7.2009 | 11:13
Misvel farið með tryggingafélögin
Milestone og aðrir fyrrverandi eigendur Sjóvár gengu grimmt á sjóði félagsins ólíkt eigendum hinna stóru tryggingafélaganna. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins greiddu eigendur Sjóvár sér út 19 milljarða króna í arð fyrir árin 2005-2007, þar af um 7 milljarða króna vegna ársins 2007. Eiginfjárstaða tryggingafélagsins var neikvæð um rúma 15 milljarða króna um síðustu áramót og hafa núverandi eigendur, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki, þurft að spýta inn 16 milljörðum króna í nýju hlutafé.
VÍS greiddi eigendum sínum arð upp á 1,8 milljarða króna árið 2008, um 17,6% af eigin fé í árslok 2007, en á sama rekstrarári nam innborgað hlutafé einum milljarði króna sem virðist hafa verið greitt á genginu einum. Nettóáhrifin fyrir Existu námu því 800 milljónum króna.
TM greiddi út 999 milljónir króna í arð vegna ársins 2007, eða 3,9% af eigin fé í árslok 2007. Staða TM versnaði umtalsvert á síðasta ári en félagið tapaði þá 17,6 milljörðum króna sem mestu verður rakið til sölunnar á Nemi í Noregi. Eiginfjárstaðan var komin niður í 10,8 milljarða.
Himinn og haf skildu að rekstur VÍS og Sjóvá í fyrra. VÍS hagnaðist um 240 milljónir króna en Sjóvá tapaði tæpum 30 milljörðum króna.
Það getur því varla verið óeðlilegt að stjórnendur VÍS séu ekki par sáttir við björgunaraðgerðir ríkisins á Sjóvá. Þeir sem sýndu fyrirhyggju og ábyrgð er refsað eins og svo oft áður.
VÍS greiddi eigendum sínum arð upp á 1,8 milljarða króna árið 2008, um 17,6% af eigin fé í árslok 2007, en á sama rekstrarári nam innborgað hlutafé einum milljarði króna sem virðist hafa verið greitt á genginu einum. Nettóáhrifin fyrir Existu námu því 800 milljónum króna.
TM greiddi út 999 milljónir króna í arð vegna ársins 2007, eða 3,9% af eigin fé í árslok 2007. Staða TM versnaði umtalsvert á síðasta ári en félagið tapaði þá 17,6 milljörðum króna sem mestu verður rakið til sölunnar á Nemi í Noregi. Eiginfjárstaðan var komin niður í 10,8 milljarða.
Himinn og haf skildu að rekstur VÍS og Sjóvá í fyrra. VÍS hagnaðist um 240 milljónir króna en Sjóvá tapaði tæpum 30 milljörðum króna.
Það getur því varla verið óeðlilegt að stjórnendur VÍS séu ekki par sáttir við björgunaraðgerðir ríkisins á Sjóvá. Þeir sem sýndu fyrirhyggju og ábyrgð er refsað eins og svo oft áður.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að refsa eigendum Sjóvá fyrir vonda stjórnun á fjárfestingum félagsins með því að taka félagið af þeim, í þokkabót lenda þeir í lögreglurannsókn. Það er óþarfi að refsa saklausum viðskiptavinum fyrirtækisins og neytendum hér á landi líka.
Það sem VÍS er að biðja um er minni samkeppni á tryggingamarkaði hér á landi. Er það gott?
Dude (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:48
Dude,
1) Félagið er ónýtt, þannig að þeir tapa engu þó það sé tekið af þeim, svipað og að það sé hirt af þeim bílhræ
2) Lögreglurannsóknin? Sjáum til hvað kemur út úr því ...
Það sem þeir hafa fengið út úr þessu eru amk. 13 milljarðar. Ég myndi segja að þeir væru í plús.
Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:07
Tryggingafyrirtækin TM, Sjóvá og Vörður eru öll de facto gjaldþrota og rekin á ´´undanþágu´´ frá FME( kíkirinn settur á blinda augað eða augun ). Gegnir furðu að almenningur skuli skikkaður með lögum til að kaupa tryggingar ( bruna og bíla ) þegar fyrirliggur að félögin ráða ekki við að greiða út
tjónabætur:Geta ekki staðið við skuldbindingar sína. Ábyrgist þá FME bótagreiðslur ??
Einar Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 12:49
Það hefur verið bent á að ef að Sjóvá hefði verið keyrt í gjaldþrot þá hefðu endurtryggingar allra tryggingarfélaga á landinu hækkað gríðarlag. Það er almennt í heiminum að tryggingarfélög eru ekki látin fara í þrot. Því það mundi skapa tryggigartökum svo mikla óvissu. T.d. varðandi tjón sem þegar eru í vinnslu og eru því með hlut í þessum bótasjóð sem þessir snillingar náðu að eyða í vitleysu að hluta..
Eins þar sem Sjóvá er svo stórt tryggingarfélag að það mundi stórlega skaða samkeppni á tryggingarmarkaði ef það hefði verð sett í gjaldþrot. Þar einmitt að passa að sömu eigendur og að VIS og Veðrði eða TM fái ekki að kaupa það þegar það fer í sölu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.7.2009 kl. 13:03
Þetta reddast allt með inngöngu í ESB, því þá getur hvaða tryggingafyrirtæki sem er í ESB stútað þessum glæpafyrirtækjum á staðnum. Vonandi verða eigendurnir bak við lás og slá þegar það gerist. Til hamingju íslandingar.
Nei annars, það á eftir að semja við ESB.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 16:36
Vekja þarf athygli á Finn Ingólfs og hans sukk hjá VÍS. Hver getur einnig sagt mér hvað hann fékk Frumherj á þegar það batterí var einkavætt?
Haraldur Haraldsson, 17.7.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.