16.7.2009 | 20:27
Varasöm tilkynning skilanefndar
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis segir að vátryggingahluti Sjóvár hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir að samsetta hlutfall tjóna- og rekstrarkostnaðar á móti iðgjöldum hafi verið 100%! Ég held að enginn geti tekið undir það að tryggingarekstur teljist góður þegar hlutfallið er yfir 100% mörg ár í röð. Til samanburðar hafa tryggingafélag á Norðurlöndum sýnt um 90% hlutfall, sbr. Storebrand og Sampo Group.
Að vísu er ljóst að Sjóvá kemur betur út í samanburði við TM og VÍS þar sem samsetta hlutfallið var 127% hjá TM og 112% hjá VÍS. Á móti skilaði TM, sem er í eigu FL Group, örlítið skárri rekstrarniðurstöðu eða 17,7 milljarða króna tapi. VÍS, sem er í eigu Existu, var hins vegar rekið með 240 milljóna króna hagnaði.
Það er einkennilegt að skilanefnd Glitnis skuli bera svona fullyrðingar á borð. Rekstur íslenskra tryggingafélaga hefur alls ekki verið góður þegar horft er á vátryggingastarfsemina. Fjárfestingastarfsemin hefur verið að greiða niður tryggingahlutann í gegnum árin - hvort sem mönnum (neytendum) líkar það betur eða verr.
Sjóvá tapaði 30 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.