15.7.2009 | 12:23
Skuldabréf Kaupþings rjúka upp
Skuldabréf í gamla Kaupþingi hafa verið að rjúka upp samkvæmt frétt sem birtist á vb.is, vef Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að lengi vel var hægt að kaupa bréf á 3-4 sent á dollarann en nú hefur verið farið upp í 14-15 sent eða um 85% afslætti. Ástæðan er væntanlega líkleg yfirtaka erlendra kröfuhafa á Kaupþingi, sem væntanlega verður kynnt í vikunni.
Fram hefur komið að meðal kaupenda skuldabréfanna er Deutsche Bank og þá hafa erlendir vogunarsjóðir, sem einmitt veðjuðu á fall íslensku bankanna, keypt skuldabréf Kaupþings grimmt. Ljóst er að þessir fjárfestar gætu grætt verulega á yfirtöku kröfuhafa.
Fyrir nokkrum vikum mælti viðskiptaráðherra sterklega gegn því að íslenska ríkið keypti skuldabréf bankanna á þeim forsendum að íslenska ríkið ætti ekki að taka þátt í slíkum áhættufjárfestingum.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.